Hafa samband | Prenta síđuna 
 

 Icelandic version

Hrossarækt

Hrossarækt Grafarkotsbúsins byggist aðallega á tveimur hryssum Hjálp frá Stykkishólmi sem fékk 1.verðlaun fyrir afkvæmi á L.M 1994 og Röst frá Mosfellsbæ. Þessar hryssur reyndust afar farsælar og afkomendur þeirra mynda nú sterkan ræktunarkjarna hér í Grafarkoti. Þriðja hryssan er Harpa frá Hnjúki, hún er  1. verðlauna hryssa, undan henni er t.d hryssan Ásjóna sem fékk 1. verðlaun 2002.

Undan Hjálp er 1. verðlauna hryssan Ótta 1987255411 undan Otri frá Sauðárkróki, hún er með 8,41 fyrir hæfileika. Ótta er ein aðalræktunarhryssa Grafarkots. Undan henni er t.d. 1. verðlauna hryssan Æra frá Grafarkoti, stóðhesturinn Órator frá Grafarkoti og stóðhesturinn Grettir frá Grafarkoti. Kímni undan Kjarvali frá Sauðárkróki er einnig dóttir Hjálpar, hún hefur reynst afar farsæl kynbótahryssa. Tryppin undan henni hafa komið fljótt, t.d hafa þrjú hross fengið 1. verðlaun fyrir hæfileika aðeins fjögurra og fimm vetra gömul. 1. verðlauna hryssan Ballerína er dóttir Kímni og Baldurs frá Bakka.Þess má einnig geta að 1.verðlauna stóðhesturinn Tvinni er komin frá Kímni í föðurætt. Einnig ætlar Tign dóttir Hjálpar og Stíganda frá Sauðárkróki að reynast góð undaneldishryssa.

Röst hefur gefið misfalleg hross en afar hæfileikarík. Undan henni er t.d hryssan Klassík undan Otri frá Sauðárkróki. Hún er með 8,5 fyrir tölt og brokk og 9,0 fyrir skeið. Nátthrafn sonur Rastar og Viðars frá Viðvík er með 8,5 fyrir tölt og 9,0 fyrir skeið.  1. v. stóðhesturinn Útlagi undan henni og Stíganda frá Sauðákróki var seldur til Þýskalands. Að lokum er það stóðhesturinn Rauðskinni sem fékk 1.v. vorið 2003 5 vetra gamall, hann fékk 8,5 fyrir tölt, fegurð í reið og geðslag.

Ræktunarhryssurnar eru núna 14 og flestar af Sauðárkrókslínunni. Undanfarin ár hefur Hrafnslínan verið notuð á móti hryssunum, en síðustu ár hefur verið farin ný leið í vali á stóðhestum, t.d nú í  sumar voru notaðir stóðhestarnir,Gaumur frá Auðsholtshjáleigu, Roði frá Múla, Gammur frá Steinnesi, Tvinni frá Grafarkoti, Grettir frá Grafarkoti, Folöld fædd sumarið 2006 eru undan Álf frá Selfossi. Rökkva frá Hárlaugsstöðum. Hágangi frá Narfastöðum,Sólon frá Skáney,Tvinna frá Grafarkoti, Krumma frá Blesastöðum,Gretti frá Grafarkoti og Gammi frá Steinnesi 

Við leggjum aðaláherslu á að rækta hross með afburðargott tölt, brokk, geðslag og fegurð í reið. Ræktunin er því ekki ein lína heldur valin stóðhestur handa hverri hryssu.

Ballerína frá Grafarkoti Ballerína frá Grafarkoti u. Baldri frá Bakka og Kímni frá Grafarkoti. 1. verðlauna hryssa nú í eigu Grétu B. karlsdóttur og Gunnars Þorgeirssonar á Efri-Fitjum.

 

Önn frá Grafarkoti Önn frá Grafarkoti,fékk 1. verðlaun vorið 2003 þá 5 vetra gömul. Hún er undan Kolfinni frá Kjarnholtum og Óreglu frá Grafarkoti. Önn er nú í eigu Jóhanns Magnússonar Bessastöðum.

LM  Ræktunarbúið á LM 2000 í Reykjavík.

Hjálparsýningin Hjálp frá Stykkishólmi hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi á Landsmótinu 1994.

Hjálparsýningin Landsmót 1994 - Ótta, Kilja og Tign dætur Hjálpar frá Stykkishólmi.

 

Aría frá Grafarkoti

Aría frá Grafarkoti

Ćra frá Grafarkoti

Ćra frá Grafarkoti

Órator frá Grafarkoti

 

Grafarkot hrossarćkt | 531 Hvammstangi | Sími 451 2923 | GSM 860 2056 / 848 8320 | grafarkot@grafarkot.is